Skip to content

Soffía framlengir samning sinn við Gróttu

Soffía Steingrímsdóttir hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Það er mikið gleðiefni að Soffía taki slaginn með liðinu í Grill 66 deildinni á næsta ári enda einn efnilegasti markmaður landsins.

Við undirskriftina hafði Soffía þetta að segja um komandi tímabil:
„Næsta tímabil verður öðruvísi en fyrri tímabil og var auðvitað ákveðið svekkelsi að falla í vor. En leiðin liggur í kjölfarið bara upp á við og ég veit að við stelpurnar ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í vetur.

Soffía spilaði 20 leiki með Gróttu í Olís deildinni í fyrra og var lykilmaður liðsins þrátt fyrir ungan aldur en einnig var hún viðloðandi landsliðsverkefni hjá yngri landsliðum Íslands.

„Hópurinn er auðvitað talsvert breyttur og auk þess eru nýjir þjálfarar í brúnni. Ég treysti þeim til þess að ná sem mestu úr liðinu og hef trú á því að ungir og efnilegir leikmenn fái helling af tækifærum til að þroskast og er virkilega spennandi tímabil framundan!“ bætti Soffía við að lokum.

Við þökkum Soffíu kærlega fyrir spjallið og væntumst mikið til af henni á komandi tímabili!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print