Skip to content

Handboltaæfingar hefjast aftur eftir sumarfrí

Handboltaæfingar hefjast í dag, mánudaginn 24.ágúst samkvæmt stundaskrá. Æfingatafla hefur verið birt og geta yngstu iðkendur Gróttu æft allar þrjár íþróttirnar sem félagið býður uppá. Í ár er búningaár og mikilvægt er að iðkendur séu búnir að skrá sig tímanlega svo hægt sé að afhenta búning fyrir fyrstu leiki og mót vetrarins. Búningarnir eru eins og fyrri ár frá Errea.

Grótta hefur endursamið við hugbúnaðarfyrirtækið Sportabler og eru allir foreldrar hvattir til þess að sækja það til að vera sem best upplýst um æfingar, viðburði og annað sem snertir barnið þeirra. Nánar má lesa um Sportabler hér.

  • 8.fl er fyrir börn fædd 2013 og 2014
  • 7.fl er fyrir börn fædd 2011 og 2012
  • 6.fl er fyrir börn fædd 2009 og 2010
  • 5.fl er fyrir börn fædd 2007 og 2008
  • 4.fl er fyrir börn fædd 2005 og 2006

Búið er að opna fyrir vetrarskráninguna í gegnum Nóra kerfið grotta.felog.is

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á hakonb11@gmail.com eða laufeyhelena@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print