Meistaraflokkur kvenna sigraði Aftureldingu í æsispennandi markaleik í gærkvöldi. Afturelding komst yfir á 1 mínútu en Tinna Jónsdóttir var ekki lengi að svara fyrir það og jafnaði metin á 3 mínútu. Á 27 mínútu komst Afturelding aftur yfir en María Lovísa jafnaði stuttu síðar eftir glæsilega stoðsendingu frá Patriciu Dúu. Diljá Mjöll kom Gróttu síðan yfir í lok fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 í hálfleik. María Lovísa bætti við mörkum á 75 mínútu og 88 mínútu og skoraði því þrennu í leiknum 👏🏼 Aftureldingu tókst síðan að bæta við tveimur mörkum á 90 mínútu og lokatölur því 4-5 fyrir Gróttu.
Stelpurnar spila næst á miðvikudaginn, 3. apríl, á Vivaldivellinum gegn Tindastól kl. 18:30 – allir á völlinn!