Skip to content

Frábær árangur á Þrepamóti hjá keppendum Fimleikadeildar Gróttu

Þrepamót í 1.-3. þrepi íslenska fimleikastigans fór fram helgina 15.-16. febrúar í Keflavík. Fimleikadeild Gróttu átti fjölmennan og glæsilegan hóp keppenda, sem sýndi frábæra frammistöðu á fyrsta móti vorannar. Keppendur stóðu sig með prýði og náðu miklum árangri.

Í 2. þrepi stúlkna, 13 ára og eldri, keppti Hildur Monika Baldvinsdóttir á sínu fyrsta móti í 2. þrepi. Hún sýndi nýjar æfingar á slá og gólfi með góðum árangri.

Í 3. þrepi stúlkna 11 ára og yngri náði Mjöll Jónsdóttir tilsettum stigafjölda í fjölþraut til að ná þrepinu. Mjöll sigraði einnig í tvíslá og hlaut gullverðlaun, og Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir náði bronsi í gólfæfingum í sama flokki.

Í 3. þrepi stúlkna 12 ára, fékk Hugrún Anna Guðnadóttir bronsverðlaun í stökki.

Í 3. þrepi stúlkna 13 ára og eldri, fékk Hrefna Höskuldsdóttir Rafnar gull á stökki og Sunna Mist Sheehan hlaut gull á tvíslá.

Fimleikadeild Gróttu óskar keppendum sínum og þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með frekari frammistöðu á komandi mótum.

Áfram Grótta!

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print