Skip to content

Frísk í Gróttu – Heilsuefling fyrir 65 ára og eldri

Kynningarfundur ​​á nýju hreyfingarúrræði fyrir íbúa 65 ára og eldri á Seltjarnarnesi. Kynningarfundurinn fer fram í hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 19.febrúar klukkan 14:00.

Frísk í Gróttu er heilsueflandi verkefni fyrir einstaklinga 65 ára og eldri á Seltjarnanesi. Starfsemi Frísk í Gróttu verður byggð í kringum hópþjálfun þar sem þátttakendur fá tækifæri á því að stunda líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara. Um er að ræða markvissa og skipulagða þjálfun þar sem sem þjálfarar útbúa 6 vikna æfingaráætlanir sem þeir aðlaga eftir getu hvers og eins þátttakanda. Á æfingum verður lögð áhersla á styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar. Ekki síður verður lögð áhersla á andlega og félagslega heilsu og verður starfsemin í heild sinni unnin með það að leiðarljósi. Æfingar munu fara fram 2x í viku fyrir hádegi á – þriðjudögum og fimmtudögum í íþróttahúsi Gróttu í nýjum styrktarsal félagsins.

Fyrsta námskeið verður 12. vikur og hefst þriðjudaginn 11. mars.
Hægt verður að velja um tvær tímasetningar klukkan 09:00 og 09:45.

Hægt er að tryggja sér pláss fyrir kynningarfund með því að skrá sig hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfD9xbttuAfIW…/viewform
Námskeiðs gjald er 16.500 kr eða 5.500 kr á mánuði.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print