Skip to content

Meistaraflokkur kvenna áfram í Mjólkurbikarnum

Meistaraflokkur kvenna hóf formlega fótboltasumarið með 7-0 sigri á Leikni R. í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld!

Tinna Jónsdóttir var með þrennu og Diljá Mjöll, Patricia Dúa, Helga Rakel og María Lovísa skoruðu allar eitt mark hver. Stelpurnar eru því komnar áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins og mæta næst Augnablik miðvikudaginn 15. maí í Fífunni kl. 19:00.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá Eyjólfi Garðarssyni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print