Skip to content

Ofurhetjur blómstruðu á litríku og kraftmiklu Ofurhetjumóti Gróttu og Colgate!

Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og Colgate 2025, fór fram síðustu helgi, þar sem alls 330 ofurhetjur frá fjórum félögum sýndu glæsilega takta í fimleikum, allt frá 6. þrepi upp í frjálst þrep, Íslenska fimleikastigans. Keppt var frá föstudegi til sunnudagskvöld og óhætt að segja að mikil gleði og líf ríkti í Hertzhöllinni.

Mótið tókst ótrúlega vel og það var frábært að sjá keppendur njóta sín í litríkri og ævintýralegri umgjörð mótsins. Fimleikadeild Gróttu vill þakka öllum keppendum og foreldrum kærlega fyrir komuna. Sérstakar þakkir fá einnig allir þjálfarar, dómarar og sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg við uppsetningu og framkvæmd mótsins.

Að lokum viljum við þakka styrktaraðila Ofurhetjumótsins, Colgate innilega fyrir stuðninginn, en allir keppendur fóru heim með glæsilega þátttökugjöf frá þeim.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print