Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og Colgate 2025, fór fram síðustu helgi, þar sem alls 330 ofurhetjur frá fjórum félögum sýndu glæsilega takta í fimleikum, allt frá 6. þrepi upp í frjálst þrep, Íslenska fimleikastigans. Keppt var frá föstudegi til sunnudagskvöld og óhætt að segja að mikil gleði og líf ríkti í Hertzhöllinni.
Mótið tókst ótrúlega vel og það var frábært að sjá keppendur njóta sín í litríkri og ævintýralegri umgjörð mótsins. Fimleikadeild Gróttu vill þakka öllum keppendum og foreldrum kærlega fyrir komuna. Sérstakar þakkir fá einnig allir þjálfarar, dómarar og sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg við uppsetningu og framkvæmd mótsins.
Að lokum viljum við þakka styrktaraðila Ofurhetjumótsins, Colgate innilega fyrir stuðninginn, en allir keppendur fóru heim með glæsilega þátttökugjöf frá þeim.








