Skip to content

Þjálfarar í 2. og 3. flokki kvenna kynntir til leiks

2 og og 3. flokkur kvenna hefur hafið æfingar og því er tilvalið að kynna þjálfara flokksins til leiks. Þeir Guðmundur Guðjónsson og Pétur Rögnvaldsson munu þjálfa 3. flokk kvenna. Guðmundur tekur einnig við 2. flokki kvenna af Magnúsi Erni.

Guðmundur, sem er með UEFA-A, kemur nýr inn í þjálfarahóp Gróttu/KR, en er þó ekki ókunnugur þjálfun kvennaliða. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá ÍR síðan 2015 og fyrir það þjálfaði hann 2. flokk kvenna hjá sameinuðu liði Vals og Þróttar. Guðmundur hefur verið við þjálfun síðan 1998.

Það þarf vart að kynna Pétur fyrir Gróttufólki en hann hefur starfað hjá félaginu í fjögur ár. Síðasta árið hefur Pétur starfað sem aðstoðarþjálfari 3. flokks kvenna samhliða því að vera aðalþjálfari í 6. flokki karla. Pétur verður nú aðalþjálfari 3. flokks kvenna ásamt Guðmundi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print