Skip to content

Þjálfarar 2. og 3. flokks karla kynntir til leiks

Þá er komið að því að kynna til leiks þjálfara 2. og 3. flokks karla.

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Axelsson þjálfa 2. flokk karla. Óskar stýrði meistaraflokki karla síðastliðið tímabil með góðum árangri og mun gera það áfram ásamt Halldóri Árnasyni. Óskar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu þrjú tímabli en hann er með UEFA-A þjálfaragráðu og er fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður. Arnar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu fjögur ár, en tvímenningarnir munu einnig þjálfa 6. flokk karla í ár.

Magnús Örn Helgason og Einar Bjarni Ómarsson þjálfa 3. flokk karla. Það þarf vart að kynna Magga til leiks, en hann er öllu Gróttufólki kunnugur enda að hefja sitt tólfta tímabil hjá félaginu. Einar Bjarni er hins vegar að hefja sitt fyrsta tímabil hjá Gróttu sem þjálfari en hann er uppalinn Seltirningur og spilaði með meistaraflokki Gróttu árin 2010 og 2011. Síðan þá hefur Einar leikið með Fram og KV en hann er eini Gróttumaðurinn sem hefur skorað í Evrópuleik!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print