Skip to content

Söguleg stund á Kópavogsvelli

Það var söguleg stund á Kópavogsvelli þann 14. júní þegar Grótta steig sín fyrstu skref í Pepsi Max deild karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en lokatölur urðu 3-0. Strákarnir börðust til síðustu mínútu og voru manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Arnar Þór fékk að líta rauða spjaldið.
Stuðningsmennirnir lögðu sig alla fram við að halda stemningunni uppi í stúkunni sem er ekki síður mikilvægt. Gaman var að sjá hvað margt Gróttufólk lagði leið sína á völlinn til að styðja við bakið á strákunum í kvöld. Mætingin leggur góða línu fyrir sumarið!

Næsti leikur hjá drengjunum er á Vivaldivellinum á laugardaginn kl. 15:45 gegn Valsmönnum!
Áfram gakk 👊🏼💙

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print