Skip to content

Kjartan Kári og Orri Steinn léku með U19 í Króatíu 

Kjartan Kári Halldórsson og Orri Steinn Óskarsson léku með U19 ára landsliði Íslands í milliriðlum undankeppni EM 2022 í síðastliðinni viku. Liðið lék þrjá leiki og fóru þeir fram í Króatíu. Ísland tapaði sínum fyrsta leik 1-2 gegn Króatíu en Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark Íslands. Í öðrum leik liðsins gerði Ísland 1-1 jafntefli og var það aftur Orri Steinn sem skoraði eina mark Íslands. U19 ára landsliðið endaði svo mótið á glæsilegum 3-0 sigri gegn Rúmeníu og hafnaði í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, en Rúmenía fór áfram í lokakeppni EM eftir að hafa endað í efsta sæti riðilsins með sex stig. Grótta er hreykið af því að eiga flotta fulltrúa í liðinu og óskar Kjartani og Orra til hamingju með árangurinn!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print