Kjartan Kári og Orri Steinn léku með U19 í Króatíu 

Kjartan Kári Halldórsson og Orri Steinn Óskarsson léku með U19 ára landsliði Íslands í milliriðlum undankeppni EM 2022 í síðastliðinni viku. Liðið lék þrjá leiki og fóru þeir fram í Króatíu. Ísland tapaði sínum fyrsta leik 1-2 gegn Króatíu en Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark Íslands. Í öðrum leik liðsins gerði Ísland 1-1 jafntefli og var það aftur Orri Steinn sem skoraði eina mark Íslands. U19 ára landsliðið endaði svo mótið á glæsilegum 3-0 sigri gegn Rúmeníu og hafnaði í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, en Rúmenía fór áfram í lokakeppni EM eftir að hafa endað í efsta sæti riðilsins með sex stig. Grótta er hreykið af því að eiga flotta fulltrúa í liðinu og óskar Kjartani og Orra til hamingju með árangurinn!

Daníel framlengir við Gróttu

Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Daníel hefur verið í Gróttu undanfarin tvö ár en hann lenti í því óláni í lok seinasta tímabils að slíta krossband í hné og hefur því verið í endurhæfingu allt þetta tímabil. Hann er byrjaður að æfa með liðinu en stefnt er að því að hann byrji að spila með Gróttu í haust.

Daníel Örn Griffin er örvhentur og spilar sem hægri skytta. Hann er jafnvígur á báðum endum vallarins, kröftugur sóknarmaður og öflugur varnarmaður. Tímabilið 2020-2021 skoraði hann 73 mörk í 19 leikjum í Olísdeildinni.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Daníel verði áfram hjá okkur í Gróttu enda frábær leikmaður sem gaman verður að sjá aftur á parketinu eftir árs fjarveru. Daníel tók miklum framförum á seinasta tímabili og ég er sannfærður að hann verði lykilleikmaður liðsins á næsta tímabili“, sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins við undirritun samningsins.

Hrafnhildur nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Stjórn fimleikadeildar gekk nýverið frá ráðningu Hrafnhildar Sigurjónsdóttir sem framkvæmdastjóra fimleikadeildar meðan Ólöf Línberg verður í fæðingarorlofi. Við hlökkum til að vinna með Hrafnhildi í nýju hlutverki og sendum Ólöfu okkar bestu kveðjur og óskir.
kveðja, Stjórn Fimleikadeildar