Skip to content

Kjartan Kári á úrtaksæfingum U19 ára landsliðsins

Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er einn af þeim sem Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið til að taka þátt í úrtaksæfingum 21.-23. febrúar 🙌🏼💙

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Liðið undirbýr sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2022, en þar er Ísland í riðli með Rúmeníu, Georgíu og Króatíu og fer riðillinn fram dagana 23.-29. mars.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print