Kjartan Kári á úrtaksæfingum U19 ára landsliðsins

Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er einn af þeim sem Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið til að taka þátt í úrtaksæfingum 21.-23. febrúar 🙌🏼💙

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Liðið undirbýr sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2022, en þar er Ísland í riðli með Rúmeníu, Georgíu og Króatíu og fer riðillinn fram dagana 23.-29. mars.

Viltu gerast sjálfboðaliði hjá Gróttu

Félag eins og Grótta er rekin meira og minna af sjálfboðaliðum og verja sjálfboðaliðar drjúgum hluta af tíma sínum til að láta gott af sér leiða í þágu félagsins síns. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát án ykkar væri Grótta ekki til. Tilfinningin að láta gott af sér leiða er góð og það er gefandi að vera hluti af því að halda starfsemi félagsins gangandi.

Margar hendur vinna létt verk heyrist oft. Við erum því alltaf að leita að fleiri einstaklingum til að koma að sjálfboðaliðastörfum hjá Gróttu. Það er undir hverjum og einum komið hversu stórt hlutverk menn velja sér. 

Á meðfylgjandi google forms skjali má finna eyðublað með frekari upplýsingum um hvaða sjálfboðaliðastörf eru í boði. Allt frá stjórnarstörfum til prófarkalesturs og allt þar á milli. Athugið að listinn er langt frá því að vera tæmandi.
Hefur þú áhuga á að bætast í hópinn? 

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScW78iDKlvoEL8WuH4K_M65af1wQAWtijKq3FWJrSGk9SFzxQ/viewform?usp=sf_link