Skip to content

Hákon Valdimarsson valinn í U18 landsliðið

Hákon Rafn Valdimarsson, hinn ungi og efnilegi markmaður, var valinn í landsliðshóp U18 sem mætti Lettlandi í vináttulandsleik fyrr í dag. Hákon var í byrjunarliði Íslands og hélt hreinu, en Ísland vann 0-2.

Hákon er á 17 aldursári og æfir með meistaraflokki karla, ásamt því að keppa með 2. flokki og meistaraflokki. Hákon var valinn í hópinn eftir að hafa æft í úrtakshópi U18 landsliðsins undir stjórn Þorvalds Örlygssonar þann 6. og 7. júlí

Liðin mætast aftur á laugardaginn kl. 9:00 að íslenskum tíma. Knattspyrnudeild Gróttu er afar hreykinn af árangri Hákons og óskar honum góðs gengis á laugardaginn!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar