Skip to content

Gróttuvöllur verður Vivaldivöllurinn

Fyrr í dag skrifaði knattspyrnudeild Gróttu undir þriggja ára samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Vivaldi technologies í vallarhúsinu við Gróttuvöll. Með samningnum er Vivaldi orðinn einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar og mun Gróttuvöllur framvegis heita Vivaldi-völlurinn. Það er Seltirningurinn og frumkvöðullin Jón von Tetzchner sem er eigandi Vivaldi og var hann mættur í dag til að skrifa undir samninginn. Þetta er ekki fyrsta verkefni Jóns hér á Nesinu en árið 2013 opnaði hann frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi þar sem 18 sprotafyrirtæki er nú með starfsemi.

Hilmar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar var að vonum ánægður með nýjan samning: „Þetta er einn stærsti samningur sem knattspyrnudeild Gróttu hefur gert og mun hann koma að afar góðum notum við að efla starfið. Það sem gerir samninginn sérstakan er þessi sterka tenging Jóns við Nesið en hann er uppalinn Seltirningur og Gróttumaður. Eins og allir vita hefur Jón náð miklum árangri í frumkvöðlastarfi sínu og við erum gríðarlega þakklát fyrir að hann vilji styðja við íþrótta- og forvarnarstarf á sínum heimaslóðum. Gróttumenn- og konur geta nú látið sig hlakka til að mæta á Vivaldi-völlinn til að styðja sitt fólk í sumar“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu Gróttusport nú seinni partinn.

Gróttasport náði einnig í Jón sjálfan sem segist vera mjög ánægður með að geta stutt við sitt gamla félag: „Ég er alinn upp á Seltjarnarnesi og spilaði með Gróttu upp yngri flokkana, þó ég hafi nú aldrei verið nein stjarna. Ég hef búið erlendis í langan tíma en reynt að fylgjast Gróttu á sama tíma. Ég hef mjög gaman af því að fá nú tækifæri til að styðja við gamla liðið mitt núna með því að setja nafnið á völlinn“ sagði Jón þegar hann var spurður hvernig þetta samstarf hans og Gróttu hefði komið . Jón er áhugamaður um fótbolta og segir að hann muni nú fylgjast vel með gangi mála hjá Gróttuliðinu sem leikur í 1. deild í sumar: „Ég mun fylgjast vel með og strákarnir hjá Vivaldi eru mjög spenntir fyrir því að við séum farnir að styrkja fótboltalið á Íslandi.“  En hvað er Vivaldi? „Vivaldi er hugbúnaðarfyrirtæki. Fólk mun heyra meira um það strax á næstu vikum“ sagði Jón sposkur

Fréttastofa Gróttusport fagnar þessum nýja samningni og það er ljóst að Seltirningar geta mætt stoltir á Vivaldi-völlinn í sumar. Jón von Tetzchner er sannarlega að gefa til baka í sitt gamla bæjarfélag en hann gekk í Mýró, Való og MR áður en hann flutti utan. Frægasta fyrirtæki Jons er tölvufyrirtækið Opera en hann byggði það upp á 10. áratugnum og gerði að stórfyrirtæki. Jón seldi Opera árið 2011 og hefur síðan þá unnið við ýmis verkefni og verið duglegir að hjálpa nýsköpunarfyrirtækjum að komast af stað.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print