Skip to content

Meistaraflokkur kvenna – Grótta vs Afturelding

Um helgina fór mögulega fram einn af úrslitaleikjum um sæti í Olísdeild kvenna þegar Grótta tók á móti Aftureldingu í Grill 66 deildinni. Aftureldingu var spáð beint upp í Olísdeildina í spá þjálfara og fyrirliða fyrir tímabilið en Gróttu næsta sæti á eftir sem þýddi að liðið myndi taka þátt í umspili um sæti í Olís.Þetta var því þýðingarmilkill leikur sem sýndi sig í því að fljótt var uppselt á leikinn.

Ekki oft sem það gerist í Grill-deildunum og vonandi lendum við ekki oft í því í Hertzhöllinni í vetur.Ástæðan var ekki gríðarleg aðsókn heldur frekar að íþróttahúsið rúmar ekki mikið fleiri en 55 áhorfendur miðað við núverandi sóttvarnarreglur HSÍ. Grótta byrjaði leikinn af krafti og komust í 3-0 eftir 5 mínútur með hörku vörn og markvörslu og kraftmiklum og fljótandi sóknarleik þar sem framlag dreifðist jafnt á milli leikmanna.

Jafn og þétt juku Gróttustelpur muninn í 8 mörk fyrir hálfleik. Hálfleikstölur voru 14-6. Soffía markmaður fór mikinn í fyrrihálfleik á bak við sterka vörnina. Varði 6 skot og var með 50% markvörslu.Þó seinni hálfleikur hafi ekki verið eins góður og sá fyrri þá hélt Grótta áfram að spila ágætlega þó þær hafi eitthvað slakað á en mótspyrnan var meiri af hálfu Aftureldingar sem þó tókst ekki að saxa á muninn fyrr en c.a. 10 mínútur voru eftir af leiknum.

En þá slökuðu Gróttustelpur of mikið á og Afturelding gekk á lagið og minnkuðu muninn ört. Það hljóp meira að segja örlítil spenna í leikinn síðustu tvær mínúturnar þó sigurinn hafi í raun aldrei verið í hættu. Lokatölur 22-20 og mikilvægur sigur í hús hjá Gróttu.

Anna Lára var markahæst í liði Gróttu með 6 mörk úr 7 skotum, Tinna var örugg á vítalínunni þaðan sem hún skoraði 5 mörk. Katrín Sigurbergsdóttir var öflug á báðum endum vallarins með 4 mörk úr 4 skotum og stóð vörnina vel sem og Ágústa sem og stýrði sóknarleiknum vel og skoraði 2 mörk, Rut var öflug í vörn og skoraði 2 mörk af línunni, Steinunn skoraði 2 mörk úr vinstra horni, og Katrín Anna 1 úr hægra horni.

Og eins og fyrr sagði átti Soffía Steingríms frábæran fyrri hálfleik í markinu, endaði með 7 skot varin og Selma varði 3 skot.

Næsti leikur liðsins verður sunnudaginn 11. október gegn Val U í Origo höllinni.Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print