Skip to content

Grótta er komið í INKASSO 2019

Meistaraflokkur karla eru komnir í Inkasso deildina 2019 eftir sannfærandi 4-0 sigur á Huginsmönnum í gær á Vivaldivellinum. Óliver Dagur kom Gróttumönnum yfir snemma í leiknum og staðan 1-0 í hálfleik. Óliver skoraði aftur snemma í seinni hálfleik og Arnar Þór skoraði síðan þriðja markið á 69′. Orri Steinn kom inná á 77′ og skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma. Strákarnir enduðu í 2. sæti með jafn mörg stig og Afturelding sem urðu deildarmeistarar á markatölu.

Það var frábært að sjá hvað margir lögðu leið sína á völlinn til að styðja við bakið á strákunum og fagna með þeim. Mikill fjöldi fólks var á vellinum og hrikalega góð stemning. Í leikslok var flugeldasýning til að kóróna þennan frábæra dag. Við erum strax farin að hlakka til næsta sumars!

Það er öruggt að segja að leikmenn og þjálfarar uppskerðu eins og þeir sáðu! Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega stolt af þessum glæsta árangri

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print