Skip to content

Ágúst og Bjarki gengnir til liðs við Gróttu

Þeir Ágúst Freyr Hallsson og Bjarki Leósson eru gengnir til liðs við Gróttu og skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið nú á dögunum.

Ágúst, betur þekktur sem Áki, er 26 ára framherji sem kemur frá ÍR en hann á að baki 112 meistaraflokksleiki. Hann hefur m.a. spilað fyrir ÍR, Leikni R. og HK en í sumar spilaði hann 22 leiki fyrir ÍR og skoraði í þeim átta mörk.

Bjarki Leósson ætti að vera Gróttufólki kunnugur en hann kom á láni frá KR í fyrra og spilaði 15 leiki fyrir Gróttu áður en hann hélt í háskólaboltann í Bandaríkjunum í ágúst. Bjarki er 22 ára varnarmaður sem var mikilvægur hlekkur í Gróttuliðinu síðasta sumar.

Við bjóðum drengina hjartanlega velkomna og hlökkum til að fylgjast með þeim í sumar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print