Skip to content

7. flokkur kvenna á Nettómóti Keflavíkur

7. flokkur kvenna hélt til Keflavíkur í sól og blíðu laugardaginn 6. júní til að keppa á Nettómóti Keflavíkur. Grótta fór með 30 stelpur í 5 liðum. Stelpurnar skemmtu sér vel og fengu loksins að spila helling af fótbolta! Milli leikja var skellt sér í bíó og svo að öllum leikjum loknum var pizzapartý þar sem Jói P. og Króli spiluðu fyrir dansi. Að mótinu loknu skelltu stelpurnar sér í íþróttahúsið þar sem hópurinn gisti saman.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print