Skip to content

7. flokkur karla og kvenna á Hamingjumóti Víkings


7. flokkur karla og kvenna léku á Hamingjumóti Víkings í Fossvogi helgina 14. og 15. ágúst. Drengirnir léku á laugardeginum í sól og blíðu en stúlkurnar á sunnudeginum í rigningu og skýjum – en létu veðrið ekki á sig fá. 7. flokkur karla fór með 6 lið á mótið og 7. flokkur kvenna með 5 lið, en liðin hétu eftir leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu, en blanda af þrautseigju og leikgleði var ríkjandi hjá Gróttuliðunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print