Skip to content

6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls

6. flokkur kvenna mætti með 5 lið á Landsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki helgina 22-24. júní. Gaman er að segja frá því að aðeins 5 félög mættu til leiks með stærri hópa en Grótta sem verður að teljast til tíðinda fyrir ekki stærra félag!

Öll liðin áttu góða spretti á mótinu og spiluðu glæsilegan fótbolta. Grótta1 tapaði fyrsta leiknum á móti Stjörnunni en gerði sér svo lítið fyrir og vann 6 leiki í röð og tryggði sér bronsverðlaun! Grótta3 spilaði einnig um brons en þar hafði Stjarnan2 betur í góðum leik. Lið Gróttu2, Gróttu4 og Gróttu5 fóru hægt af stað en enduðu öll mótið á frábærum leikjum í restina.

Ekki nóg að með leikirnir hafi unnist heldur spiluðu Gróttuliðin frábærlega sín á milli og sýndu stelpurnar sjálfum sér og öðrum hve miklum framförum þær hafa náð á tímabilinu.

Það er skammt stórra högga á milli hjá 6. flokki kvenna en á föstudaginn hefja stelpurnar leik á Símamótinu – stærsta fótboltamóti landsins. Þar mætir Grótta aftur með 5 lið til keppni og verður gaman að fylgjast með framgangi stelpnanna í Kópavoginum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar