Skip to content

2. flokkur Gróttu spilar úrslitaleik í kvöld

Í kvöld spilar 2. flokkur karla hjá Gróttu umspilsleik við lið KR2 um sæti í B-deild. Gróttumenn hafa spilað vel í sumar og ætla sér að enda leiktíðina með stæl. Margir leikmenn liðsins hafa æft fótbolta hjá Gróttu frá 5-6 ára aldri og þeir elstu, fæddir 2003, geta nú lokið yngri flokka ferlinum með eftirminnilegum hætti.

Leikurinn fer fram á Vivaldivellinum kl. 18:00. Það verður góð stemning á vellinum en Gróttuborgararnir víðfrægu verða til sölu og búist er við góðum hópi áhorfenda á þennan spennandi nágrannaslag. 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print