Skip to content

Mikið fjör á æfingum 9.flokks

Tæplega 30 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Arndís María Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en þær eru margreyndar úr þjálfun hjá félaginu og tvær af leikjahæstu leikmönnum Gróttu frá upphafi.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar