Skip to content

Yfirlýsing vegna skrifa aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu í handknattleik

Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar.

Stjórnin biður alla hlutaðeigandi innilegrar afsökunar, mun taka á málinu og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Fh stjórnar Handknattleiksdeildar Gróttu,

Bjarni Torfi Álfþórsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print