Skip to content

Viggó til Þýskalands

Gróttu-maðurinn Viggó Kristjánsson skrifaði í dag undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Leipzig og mun ganga í raðir félagsins í sumar.

Viggó hefur undanfarin tvö keppnistímabil leikið með austurríska liðinu West-Wien en var áður hjá Randers í Danmörku. Viggó er markahæsti maður West-Wien á tímabilinu og er að spila virkilega vel en West-Wien er í harðri baráttu um efstu sæti deildarinnar.

Það þarf varla að taka fram hversu mikið afrek það er að semja við lið í þýska boltanum en deildin þar í landi er almennt talin sú sterkasta í heimi. Leipzig er í 15 sæti af 18 liðum og sem stendur 8 stigum frá fallsæti.

„Það hef­ur alltaf verið mark­miðið að spila í þýsku Bundeslig­unni. Nú tel ég rétta tíma­punkt­inn til þess að taka næsta skref á ferl­in­um. Ég á samt margt eft­ir ógert á tíma­bil­inu með West Wien og öll mín ein­beit­ing er á því að kom­ast í úr­slit­in,“ seg­ir Viggó á heimasíðu West Wien.

Framganga Viggó í atvinnumennsku s.l ár er mikil viðurkenning fyrir handboltann í Gróttu og sýnir hversu langt er hægt að ná með miklum vilja og metnaði.

Handknattleiksdeildin óskar Viggó innilega til hamingju með nýtt lið og hlökkum við til að fylgjast með honum í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print