Skip to content

Velheppnaður fyrsti dagur jólanámskeiðsins

Í morgun hófst Jólanámskeið Gróttu en rúmlega 60 krakkar mættu í höfðu gagn og gaman af. Það voru þjálfarar yngri flokkstarfsins sem þjálfuðu krakkana í morgun ásamt gestum frá meistaraflokki karla.

Þar að auki kom leynigestur en það var enginn annar en Gróttumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson. Hann er landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta en var einnig mjög svo efnilegur leikstjórnandi og skytta í handbolta fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur heldur betur getað kennt krökkunum helstu trixin. Þó að hann hafi verið leikstjórnandi og skytta í handbolta þá brá hann sér í markið í vítakeppni í lok æfingarinnar og varði vel. Við þökkum Hákoni fyrir heimsóknina.

Næsti dagur námskeiðsins er á morgun, föstudag. Hægt er að skrá sig á staka daga en líka heilar vikur. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print