Skip to content

Ungar og efnilegar framlengja

Á dögunum skrifuðu hvorki meira né minna en 5 leikmenn undir samninga við meistaraflokk kvenna. Um er að ræða unga og efnilega leikmenn félagsins sem hafa síðastliðið tímabil stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki og er ætlað að verða framtíðarleikmenn félagsins.

Það er mikil ánægja fyrir deildina að hafa samið við sína uppöldu leikmenn og að yngri flokka starf félagsins sé að skila jafn flottum og öflugum leikmönnum upp í meistaraflokk.

Um er að ræða þær Patriciu Thompson, Eddu Steingrímsdóttur, Thelmu Elíasdóttur, Katríni Önnu og Hrafnhildi Heklu en allar skrifuðu þær undir 1 árs samning við meistaraflokk félagsins en auk þess eru þær allar lykil leikmenn í 3.flokki kvenna.

Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með þessum efnilegu stelpum taka næsta skref á komandi keppnistímabili og verða enn betri!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print