Skip to content

Tvö lið frá Gróttu í bikarúrslitum

Grótta var með tvö lið í úrslitum Powerade-bikars HSÍ helgina 17. – 19.mars. 6.flokkur karla yngri lék gegn Haukum og 5.flokkur kvenna eldri lék gegn Val.

6.flokkur karla yngri
Eftir virkilega flottan leik voru það Haukar sem unnu með minnsta mögulega mun, 9-10 í úrslitaleik bikarsins hjá 6.flokki karla yngri. Strákarnir okkar stóðu sig vel og geta heldur betur verið sáttir með sinn leik þó að andstæðingurinn hafi verið sterkari í dag.

5.flokkur kvenna eldri
Stelpurnar í 5. flokki kvenna eldri tóku þátt í úrslitleik í Powerade-bikarnum gegn sterku Valsliði í gær. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum og var aðeins tveggja marka munur í hálfleik. Gróttustelpur náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og vann Valur með sjö marka mun, 13-20. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og var þetta gríðarlega skemmtileg upplifun og reynsla fyrir þær.

Sannarlega frábærir krakkar sem eru í yngri flokkum Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print