Skip to content

Þrír nýir leikmenn semja við mfl.kvk í Gróttu

Á dögunum skrifuðu þrír nýir leikmenn undir samning við hanknattleiksdeild Gróttu.

Elva Björg Arnarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður. Elva, sem er þrítug, kemur að norðan en hefur leikið með HK og Fram á Höfuðborgarsvæðinu.

Kristjana Björk Steinarsdóttir er 22 ára vinstri hornamaður og kemur frá Fylki. Hún var fastamaður í liði Fylkis í úrvalsdeildinni síðasta tímabil og skoraði 19 mörk í 21 leik.

Þóra Guðný Arnarsdóttir er 18 ára línumaður úr Vestmannaeyjum. Þóra lék 20 leiki fyrir ÍBV í fyrra og skoraði 13 mörk, auk þess að leika stórt hlutverk í varnarleiknum. Þóra Guðný er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur unnið sér sess sem fastamaður í U19 ára liði Íslands.

Handknattleiksdeild Gróttu býður stúlkurnar sérstaklega velkomnar og hlakkar til að vinna með þeim í vetur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print