Skip to content

Björgvin Þór nýr aðstoðarþjálfari mfl.kk Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla fyrir næsta vetur. Við starfinu tekur Björgvin Þór Rúnarsson en hann er handboltaáhugamönnum að góðu kunnur enda var hann á sínum tíma gríðarlega öflugur leikmaður.

Björgvin mun auk þess koma að þjálfun Gróttu U í 2. deildinni á Íslandsmótinu. Björgvin hefur bæði mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Hann lék með ÍBV, Selfossi, Víkingi og FH á sínum ferli en auk þess hann lék hann einn A-landsliðsleik. Björgvin þjálfaði í Noregi og Olísdeildarlið ÍR keppnistímabilið 2014-2015 við góðan orðstír.

Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari KR sem eftirminnilega tryggði sér sæti í Olísdeildinni en dró þátttöku sína til baka.

Við bjóðum Björgvin Þór hjartanlega velkominn á Nesið og væntum mikils af hans starfi !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print