Skip to content

Seinna jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Seinna námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 27.desember.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar