Skip to content

Minningarleikur Ása

Miðvikudaginn 7.september fer fram minningarleikur Ása en þá mætast Grótta og U18 ára landslið kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:30 og fer fram í Íþróttahúsi Gróttu, Hertz-höllinni.

Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta.

Aðangaseyrir er 1000 kr eða frjáls framlög. Sjoppusala verður á staðnum og mun öll sjoppusala og aðgangseyrir renna í styrktarsjóð barna hans: 512-26-204040, kt. 700371-0779.

Ásmundur Einarsson var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu. Hann vann mikið og gott starf allan sinn tíma í félaginu, fyrst í barna- og unglingaráði og síðan heimaleikjaráði og formennsku Handknattleiksdeildar. Ási var bráðkvaddur 24.júlí sl. langt fyrir aldur fram.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print