Skip to content

Mälarcupen – áhaldafimleikamót

Stelpurnar okkar í meistarhópnum í áhaldafimleikum skruppu til Svíþjóðar um helgina og tóku þátt í í Mälarcupen. Alls tóku 100 stúlkur frá níu löndum þátt í mótinu.

Stelpurnar stóðu sig vel í sínum æfingum. Freyja komst í úrslit á slá í unglingaflokki og varð í 4. sæti, en alls kepptu 48 stúlkur í þessum aldursflokki. Hildur Þurí varð í 6. sæti á gólfi af 26 keppendum í stúlknaflokki á laugardaginn og var því varamaður inn í úrslitin á sunnudaginn, en einungis fjórir efstu keppendur á hverju áhaldi komast í úrslit.

Frábær árangur hjá stelpunum! Til hamingju með mótið stelpur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print