Skip to content

Lúðvík áfram í Gróttu

Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Lúðvík er 24 ára gamall og leikur aðallega sem leikstjórnandi og skytta. Hann hefur skorað 29 mörk í Olísdeildinni í vetur og sent 24 stoðsendingar.

Lúðvík hefur undanfarin tvö árin leikið með Gróttu en hann er uppalinn í Safamýrinni.

„Það eru virkilega góð tíðindi að Lúðvík verði áfram í herbúðum okkar enda hefur hann leikið fantavel með liðinu í vetur, bæði sóknar- og varnarlega. Það er von okkar að hann muni halda áfram að þróa leik sinn enn frekar enda býr mikið í Lúlla“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print