Lokaleikur meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur fer fram á morgun, fimmtudag kl. 19:30. Frítt verður á leikinn í boði Hertz. Andstæðingarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Selfoss.
Strákarnir okkar hafa sýnt frábæra frammistöðu í vetur í Olísdeildinni og eiga skilið góðan stuðning í lokaleik vetrarins. Ljóst er að liðið mun enda í 10.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið leikur áfram í Olísdeildinni næsta vetur, eitthvað sem fáar spár bjuggust við þegar mótið fór af stað. Þjálfarateymið Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev hafa unnið gríðarleg afrek að koma Gróttu aftur á stall með bestu liðum landsins. Leikmennirnir hafa lagt á sig gríðarmikla vinnu á sig á þessum skrítna vetri.
Mætum öll og styðjum strákana.
Grótta – Selfoss
kl. 19:30
Hertz-höllin
Áfram Grótta !