Skip to content

Katrín Anna með U18 landsliðinu í Serbíu

U-18 ára landslið kvenna lék í Belgrad í Serbíu 22 – 25.nóvember síðastliðinn á umspilsmóti um sæti í A-keppni Evrópumóts kvenna í þessum aldurshópi á næsta ári. Katrín Anna Ásmundsdóttir leikmaður meistara- og 3.flokks var okkar fulltrúi í landsliðinu.

Stelpurnar unnu Slóveníu 24-21 í fyrsta leik og síðan Slóvakíu í öðrum leik 29-26. Því miður tapaðist úrslitaleikurinn við Serba stórt, 31-20. Okkar leikmaður Katrín Anna Ásmundsdóttir stóð sig vel á mótinu.

Katrín Anna hefur verið fastamaður í þessu landsliði undanfarin ár. Gríðarleg reynsla og tækifæri sem Katrín Anna fær í landsliðinu sem vonandi nýtist Gróttu næstu misseri.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar