Skip to content

Kæru stuðningsmenn Gróttu

Á morgun, föstudag leikur kvennalið Gróttu þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi gegn Stjörnunni. Eins og Gróttufólk og Seltirningar vita þá er staðan 2-0 fyrir Gróttu og getur liðið með sigri í leiknum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Þið, stuðningsmenn Gróttu hafið verið algjörlega til fyrirmyndar á vellinum í allan vetur og ekki síst í úrslitakeppninni. Stuðningur ykkar skiptir leikmenn öllu máli og gefur liðinu oft á tíðum þann aukakraft sem til þarf.

Úrslitaþáttur Útsvarsins er ekki á dagskrá fyrr en á föstudag eftir viku svo það er engin ástæða til að vera heima. Við þjálfaratríóið biðlum til ykkar allra að mæta á völlinn á morgun og hjálpa liðinu í gegnum þennan erfiða leik gegn Stjörnunni. Með ykkar hjálp er allt hægt!

Sjáumst á vellinum!

Þjálfaratríó Gróttu,

Anna, Kári og Mummi

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print