Skip to content

Snorri Páll á láni frá Stjörnunni

Grótta hefur fengið miðjumanninn Snorra Pál Blöndal frá Stjörnunni. Snorri Páll skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Stjörnuna og kemur á lánssamningi til Gróttu út tímabilið.

Snorri er fæddur 1994 en hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur spilað 15 leiki fyrir Stjörnuna í Pepsi-deild karla. Ásgeir Aron Ásgeirsson miðjumaður liðsins, meiddist illa nýverið og kemur Snorri til með að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig.

„Snorri verður góð viðbót í leikmannahóp Gróttu og væntum við mikils af honum,“ segir Úlfur Blandon, þjálfari meistaraflokks karla.

Snorri mætti á sína fyrstu æfingu með Gróttu í dag og á að vera kominn með leikheimild með Gróttu fyrir útileik gegn Ægi í næstu viku.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print