Handknattleiksdeild Gróttu hefur fengið til sín tvo leikmenn frá Haukum og samið við þá fyrir næsta keppnistímabil.
Andri Fannar Elísson er 19 ára hornamaður og leikmaður með U18 ára landsliðinu sem er á leið á heimsmeistaramótið í Króatíu. Hann lék 20 leiki með Haukum í úrvalsdeildinni síðasta vetur og skoraði 5 mörk, og þá gerði hann 29 mörk í 10 leikjum ungmennaliðs félagsins í 1. deildinni.
Ágúst Ingi Óskarsson er 22 ára gamall, rétthent skytta, sem skoraði 111 mörk fyrir ungmennalið Hauka í 18 leikjum í 1. deildinni á síðasta tímabili. Hann tók jafnframt þátt í 16 leikjum með Haukum í úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk.
*á myndinni eru: Andri Fannar Elísson, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar Gróttu og Ágúst Ingi Óskarsson.