Skip to content

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Segja má að upphaf handboltastarfsins eftir stutt sumarfrí sé Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu í handbolta í ágúst. Þá lifnar Íþróttahús Gróttu aftur til lífsins og allt verður eins og á að vera. Undanfarin ár hafa skólarnir verið vel sóttir en í ár mun Maksim Akbachev yfirþjálfari hafa veg og vanda að námskeiðinu ásamt frábæru þjálfurum deildarinnar.

Handboltaskóli Gróttu er fyrir krakka f. 2010-2015 og verður þátttakendum skipt upp eftir eldri. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir. Skólinn er alla virka daga kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á endurgjaldslausa gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00. Handboltaskólanum lýkur föstudaginn 20.ágúst með grillveislu fyrir alla þátttakendur. Hægt er að skrá sig á einstakar vikur.

Afreksskóli Gróttu er fyrir börn og unglinga f. 2006-2009. Áhersla verður lögð á að ná betri tökum á flóknum tækniatriðum og afrekshugsun höfð í fyrirrúmi. Skólinn stendur yfir í þrjár vikur en hægt er að skrá sig á einstakar vikur.

Skráning fer fram á Sportabler, sportabler.com/shop/grotta. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða í gegnum netfangið gullijons@grotta.is.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print