Skip to content

Gunni Gunn þjálfar Gróttu

Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Gunnar þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki og hvað þá handboltaáhugafólki enda margreyndur þjálfari og landsliðsmaður þar á undan. Gunnar þekkir vel til á Nesinu en hann þjálfaði kvennalið félagsins árin 1998-2000 og aftur 2001-2002. Árið 2000 stýrði hann liðinu alla leið í bikarúrslit og í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Tveimur árum síðar fór liðið aftur í bikarúrslit undir stjórn Gunna.

Undanfarin tvö tímabil hefur Gunni þjálfað kvennalið Hauka og náð frábærum árangri með liðið. Áður þjálfaði hann karlalið Víkings og Selfoss en hann hefur einnig þjálfað Elverum og Drammen í Noregi.

Það ríkir mikil ánægja með að Gunnar sé kominn á Nesið enda frábær þjálfari með mikla reynslu. Kára Garðarssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö tímabilin er þakkað mikið og gott starf.

Á myndinni eru Gunnar Gunnarsson og Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar að skrifa undir samninginn. Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar