Skip to content

Guðrún framlengir við Gróttu

Guðrún Þorláksdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið félagsins um 2 ár og mun því taka slaginn með liðinu í Grill-66 deildinni í vetur. Guðrún sem er 22 ára línumaður á að baki yfir 50 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og er þrátt fyrir ungan aldur ein af reynslumeiri leikmönnum liðsins.

Guðrún var á síðastliðnu keppnistímabili lykilmaður í Gróttu-liðinu sem sat í 4.sæti deildarinnar þegar keppnistímabilinu var aflýst í mars s.l. Guðrún hafði spilað alla 19 leiki vetrarins og skorað í þeim 72 mörk og var næst markahæsti leikmaður liðsins en auk þess var hún einnig fyrirliði liðsins.

Handknattleiksdeildin lýsir yfir mikilli ánægju að hafa framlengt samning sinn við Guðrúnu enda eins og áður segir er hún ein af lykilleikmönnum liðsins og mun spila stórt hlutverk í Gróttu liðinu á næsta keppnistímabili.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print