Skip to content

Grótta sigurvegari á UMSK-mótinu

Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.

Markaskor í mótinu:
Júlíus Þórir Stefánsson – 24 mörk
Finnur Ingi Stefánsson- 21 mörk
Nökkvi Dan Elliðason – 11 mörk
Þórir Bjarni Traustason – 8 mörk
Vilhjálmur Geir Hauksson – 7 mörk
Þráinn Orri Jónsson 3 mörk
Árni Benedikt Árnason – 3 mörk
Dzintars Dravnieks – 1 mark
Einar Þór Kristinsson – 1 mark
Ásmundur Atlason – 1 mark

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar