Skip to content

Grótta í bikarúrslitum

Um helgina fara fram bikarúrslit í öllum keppnisflokkum HSÍ. Við í Gróttu eigum tvö lið í úrslitum en það eru 6.flokkur karla eldri og 6.flokkur kvenna yngri.

Allir úrslitaleikirnir fara fram við glæsilega umgjörð í Laugardalshöllinni. Báðir leikir Gróttu fara fram á laugardeginum.

6.flokkur kvenna yngri
Grótta – Valur
Laugardaginn 8.mars
kl. 09:45

6.flokkur karla eldri
Grótta – FH
Laugardaginn 8.mars
kl. 11:15

Við hvetjum allt Gróttufólk til að fjölmenna í Laugardalshöllina og hvetja okkar upprennandi leikmenn til dáða.

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print