Skip to content

Gabríel Örtenblad í U17 ára landsliðinu

Á föstudaginn var valið í öll yngri landslið HSÍ og eigum við einn fulltrúa í U17 ára landsliðinu, hann Gabríel Örtenblad Bergmann.

Gabríel er örvhentur og leikur aðallega sem hornamaður. Hann lék með 4.flokki í vetur en mun á næsta tímabili leika á yngsta ári 3.flokks karla.

Við óskum Gabríel til hamingju með valið og óskum honum góðs gengis á æfingunum um komandi helgi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print