Skip to content

Frábær ferð til Þýskalands

Í byrjun júní hélt 3.flokkur karla í æfinga- og keppnisferð til Þýskalands. Liðið dvaldi í Leipzig fyrri hluta ferðarinnar þar sem liðið æfði og lék þrjá æfingaleiki gegn unglinga- og ungmennaliðum félagsins. Fyrsti leikurinn var gegn B-jugend liðinu. Okkar strákar léku við hvern sinn fingur og uppskáru góðan 23-40 sigur þar sem allir útileikmenn skoruðu og markmennirnir dreifðu markvörslunni á milli sín.

Daginn eftir léku strákarnir gegn U23 ára liði Leipzig. Um var að ræða hörkuleik gegn öflugu liði. Því miður tapaðist leikurinn 31-24 og segja má að Akkilesarhæll liðsins hafi verið færanýting. Seinasti æfingaleikur Gróttu var gegn A-jugend liði Leipzig. Eftir hraðan og skemmtilegan leik voru það okkar menn sem uppskáru fimm marka sigur, 35-40.

Á meðan liðið dvaldi í Leipzig bauð Gróttumaðurinn Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig liðinu heim til sín í grillveislu. Við þökkum honum kærlega fyrir heimboðið og gestrisnina.

Seinni hluti ferðarinnar var í Köln þar sem strákarnir fylgdust með Final 4 í meistaradeildinni. Þar horfðu þeir á undanúrslitin og úrslitaleikina í stórkostlegri Lanxess-höllinni. Eftir mikla baráttu voru það Barcelona sem voru sterkastir eftir æsispennandi úrslitaleik.

Ferðin stóð yfir í rúmlega viku og heppnaðist frábærlega. Hún skilur án efa eftir góðar minningar hjá strákunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar