Skip to content

Fjör á 9.flokks æfingum

Tæplega 15 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Um er að ræða krakka fædd 2019 og 2020. Eva Björk Hlöðversdóttir og aðstoðarfólk hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en Eva Björk er margreynd í þjálfun hjá félaginu.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum. Æfingarnar hefjast kl. 09:15.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Frekar upplýsingar um handboltastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða hjá Andra Sigfússyni yfirþjálfara, andri@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print