Skip to content

Finnur Ingi Stefánsson skrifar undir nýjan samning við Gróttu

Finnur Ingi Stefánsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu.

Finnur Ingi er á þrítugasta aldursári og er uppalinn Gróttumaður. Hann hefur verið einn albesti hægri hornamaður landsins undanfarin ár og skoraði 179 mörk í 27 deildarleikjum fyrir Gróttu á nýafstöðu leiktímabili.

„Þetta er frábær tíðindi fyrir Gróttu enda er Finnur Ingi reynslumikill leikmaður og mikill leiðtogi sem við lögðum mikla áherslu á að halda hjá félaginu“

segir Kári Garðarsson þjálfari liðsins

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print