Skip to content

Daðey og Tinna í Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samninga við Daðeyju Ástu Hálfdánsdóttur og Tinnu Valgerði Gísladóttur um að þær leiki með félaginu næstu tvö árin.

Tinna Valgerður kemur aftur á Nesið eftir tveggja ára dvöl í Fram. Tinna er fædd árið 2000 og er uppalin í Gróttu. Hún er örvhent og leikur sem skytta og hornamaður. Tinna skoraði 38 mörk með Olísdeildarliði Fram síðastliðinn vetur.

Daðey Ásta kemur einnig úr Fram þar sem hún er uppalin. Daðey Ásta er fædd árið 2002 og er fjölhæfur leikmaður. Auk þess er hún afbragðs varnarmaður. Daðey lék bæði með Olísdeildarliði Fram síðastliðinn vetur þar sem hún gerði 8 mörk en einnig umgmennaliði Fram í Grill 66-deildinni þar sem hún skoraði 46 mörk.

Það er mikill hvalreki fyrir Gróttu að þessir leikmenn komi til félagsins. „Ég er himinlifandi með að Tinna komi til baka til félagsins og að Daðey söðli um og skipti yfir í Gróttu. Báðir leikmennirnir styrkja Gróttuliðið mikið og eru miklir karakterar. Þær smellpassa í liðið og það verður gaman að sjá þær í Gróttubúningnum í haust“, sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson við undirritun samninganna.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar